top of page

Hvað skal hafa í huga þegar að leiguvarningi er skilað?

Við viljum vinsamlega benda á að samkvæmt leigusamningi skal hafa ákveðin atriði í huga þegar kemur að skilum á leiguvarningi til að koma í veg fyrir tafir og aukakostnað fyrir leigutaka.

Skil á þungavöru verður að tilkynna inn með sólarhrings fyrirvara í síma 564-6070

(Ekki í beint númer starfsmans eða tölvupóst.)

Með starfsmanni er fundinn laus tími innan opnunartíma þunguvörulagers sem er:

Mánudaga – föstudaga frá 8:00 – 11:30 og 13:00 – 16:00

Lokað um helgar

 

Steypumótum og aukahlutum skal skilað:

 • Flekum raðað snyrtilega í stæður eftir stærðum

 • Krossviður á öllum flekum skal snúa upp

 • Aukahlutir flokkaðir í rekkum og geymsluboxum eins og þeir voru afhentir

 • Allar vörur uppraðaðar á þann hátt að hægt sé að taka þær af með lyftara

 • Aukahlutir skulu vera saman settir / sundur teknir eins og þeir voru afhentir

 • Vörur hreinar og flokkaðar

 • Í samráði við starfsmann með sólarhrings fyrirvara í síma 564-6070

IMG_4551_edited.png

Veggjapöllum og aukahlutum skal skilað:

 • Rammar flokkaðir saman í rekka eftir stærðum eins og þeir voru afhentir

 • Gólfborð raðað í rekka og gólf með lúgu skilu vera efst

 • Aukahlutir flokkaðir í rekkum og geymsluboxum eins og þeir voru afhentir

 • Allar vörur uppraðaðar á þann hátt að hægt sé að taka þær af með lyftara

 • Aukahlutir skulu vera saman settir / sundur teknir eins og þeir voru afhentir

 • Vörur hreinar og flokkaðar

 • Í samráði við starfsmann með sólarhrings fyrirvara í síma 564-6070

Undirslætti og aukahlutum skal skilað:

 • Loftastoðir flokkaðar saman í rekka eftir stærðum eins og þær voru afhentir

 • Undirsláttabitar flokkaðir saman í rekka eftir stærðum eins og þeir voru afgreiddir

 • Aukahlutir flokkaðir í rekkum og geymsluboxum eins og þeir voru afhentir

 • Allar vörur uppraðaðar á þann hátt að hægt sé að taka þær af með lyftara

 • Aukahlutir skulu vera saman settir / sundur teknir eins og þeir voru afhentir

 • Vörur hreinar og flokkaðar

 • Í samráði við starfsmann með sólarhrings fyrirvara í síma 564-6070

IMG_6203.HEIC
IMG_6200.HEIC

Þrif á leiguvarningi:

 • Ef leiguvarningur kemur skíturgur inn úr leigu verður rukkað fyrir þrif á honum

 • Athygli er vakin á því að þrif á leiguvarningi eru rukkuð samkvæmt veðskrá

IMG_3702.HEIC
IMG_3700.HEIC
Schalungsreinigung_1.jpg
bottom of page