Um okkur
Kvarnir ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var af Ingólfi Erni Steingrímssyni árið 1996, en hann hefur yfir 30 ára reynslu af þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga í byggingariðnaði. Hefur fyrirtækið nú verið rekið í yfir 20 ár af þeim hjónum Ingólfi og Dórótheu Grétarsdóttur en einnig eiga þau fyrirtækin Palla ehf. og Brimrás ehf. Ingólfur hóf sinn starfsferil á unglingsárum hjá þeim fyrirtækjum áður en hann hóf sjálfstæðan rekstur.
Starfsstöðvar allra fyrirtækjanna voru sameinaðar á einn stað að Álfhellu 9 og 11 þann 3. ágúst 2015.
Á þeim tímapunkti tók elsti sonur hjónanna, Steingrímur Örn Ingólfsson, við daglegum rekstri fyrirtækisins en hann hefur verið við hlið foreldra sinna í starfseminni til margra ára og sinnt nánast öllum störfum innan félagsins.


